Ársreikningur 2012

Málsnúmer 201303154

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 03.04.2013

Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskounarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn undir kynningu Magnúsar.

Að lokinni kynningu Magnúsar var honum þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lög fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, eins og reglur segja til um, þegar bæjarráð hefur áritað þau.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, ásamt endurskoðunarskýrslu. Ársreikningurinn hefur þegar verið birtur Kauphöllinni, samkvæmt reglum þar um.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson bæjarstjóri, sem kynnti ársreikninginn og helstu lykiltölur úr honum. Aðrir sem ræddu ársreikninginn voru í þessari röð: Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningnum og endurskoðunarskýrslunni til annarrar umræðu í bæjarráði og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 174. fundur - 03.04.2013

Var tekið fyrir undir lið 1 í þessari fundargerð.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 10.04.2013

Tekinn fyrir til síðari umræðu í bæjarráði ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, ásamt endurskoðunarskýrslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að vísa ársreikningum og endurskoðunarskýrslunni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, Karl Lauritzson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Björn Ingimarsson, Árni Kristinsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Gunnar Jónsson.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram ársreikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 til síðari umræðu.

Helstu niðurstöðutölur eru sem hér segir:

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2012 námu 3.034 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 2.695 millj. kr.

Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir námu alls 2.285 millj. kr. í samanteknum ársreikningi 2012 fyrir A og B hluta, þar af námu rekstrargjöld A hluta 2.145 millj. kr. Afskriftir ársins í A og B hluta námu 264 millj. og þar af 170 millj. í A hluta. Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 512 millj. í samanteknum A og B hluta, þar af 401 millj. í A hluta.

Eftir fjármagnsliði og afskriftir var rekstarafkoma ársins neikvæð um 27 millj. kr. í samanteknum A og B hluta. Þar af var afkoma A-hluta neikvæð um 22 millj. kr. Fyrir fjármagnsliði var rekstrarniðurstaða A og B hluta jákvæð um 485 millj.kr., þar af 379 millj. kr. í A hluta.

Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 505 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af er handbært fé frá rekstri í A hluta um 342 millj. kr.


Fjárfestingahreyfingar ársins námu nettó 194 millj. kr. hjá samstæðu A og B hluta, þar af 43 millj. í A hluta.

Fjármögnunarhreyfingar ársins námu 426 millj. í samstæðu A og B hluta. Lántökur námu 50 millj. kr., en afborganir af lánum og leiguskuldbindingum námu 406 millj. kr. á árinu 2012.

Eignir samkvæmt efnahagsreikningi námu 7.197 millj. kr. í árslok 2012 fyrir A og B hluta, þar af nema heildareignir A hluta 5.585 millj. kr. í árslok 2012.

Heildarskuldir og skuldbindingar námu 7.276 millj. kr. í árslok 2012 fyrir A og B hluta. Þar af nema heildarskuldir og skuldbindingar A hluta 5.627 millj. kr.


Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2012 var neikvætt um 78 millj. kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af var eigið fé A hluta neikvætt um 41 millj. kr.

Skuldir og skuldbindingar á íbúa í samanteknum A og B hluta sveitarsjóðs voru í árslok 2.116 þús. kr. og eignir voru 2.093 þús. kr. á íbúa. Í A hluta sveitarsjóðs voru skuldir í árslok 1.637 þús. kr. á hvern íbúa. Eignir námu í árslok 1.615 þús. kr. á íbúa.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samstæðureikning Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012 við síðari umræðu, en fyrri umræða um hann fór fram 3. apríl sl. Ársreikningurinn var jafnframt sendur Kauphöllinni til birtingar sama dag, fyrir fund bæjarstjórnar.
Með ársreikningum liggja einnig fyrir eftirfarandi gögn.
a) Skýrsla löggiltra endurskoðenda.
b) Sundurliðunarbók fyrir alla sjóði og fyrirtæki samstæðunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að halda borgarafund mánudaginn 29. apríl nk. þar sem ársreikningurinn verður kynntur.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 176. fundur - 17.04.2013

Var afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.