Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna, 537.mál

Málsnúmer 201302141

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagður fram tölvupóstur frá Sigrúnu Helgu Sigurjónsdóttur, ritara hjá nefndarsviði Alþingis, dags. 20.febrúar 2013, með ósk um umsögn við frumvarpi til laga um kosningar til sveitarstjórna.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið á þessu stigi en felur Stefáni Boga Sveinssyni að og koma á framfæri við lögfræðing Sambands Ísl. sveitarfélaga ábendingum og athugasemdum sem fram komu hjá bæjarráðsmönnum.

Jafnframt lýsir bæjarráð áhuga sínum á að taka þátt í tilraunaverefni meðal sveitarfélaga um rafrænar sveitarstjórnarkosningar næst þegar þær fara fram, ef útfærsla og tæknibúnaður verður til staðar þá.