Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201208078

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Erindi dags. 12.02.2013 þar sem Vegagerðinn óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort hluti Upphéraðsvegar í Fellabæ sé í viðunandi ástandi. Ef svo er ekki að mati sveitarfélagsins, er óskað eftir að fá fram skoðanir á því hvað gera þurfi til þess að koma veginum í það ástand, að unnt sé að skila honum, með tilvísun í framangeint erindi og til samræmis við ákvæði núgildandi vegalaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að gerð verði úttekt á umræddum Upphéraðsvegi í Fellabæ ásamt gatnamótum við Hringveg og lagt fyrir nefndina þegar úttektin liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.