Vatnsborð Eyvindarár

Málsnúmer 201302109

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Breyting á vatnsborðshæð Eyvindarár og mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við rofi, við skolphreinsivirkið utan við Ranavað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að það grjót, sem tilfellur við jarðvinnuframkvæmdirnar vegna hjúkrunarheimilisins, sem þarf að fjarlægja af staðnum og er af þeirri stærðargráðu að nothæft sé, verði notað til að varna rofi við skolphreinsivirkið og veginn að því. Svo og til að setja þrep í ána til að hækka árbotninn, þar sem þess er þörf. Haft skal samráð við alla þá sem land eiga að ánni á þessu svæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Breyting á vatnsborðshæð Eyvindarár og mögulegar aðgerðir til að stemma stigu við rofi, við skolphreinsivirkið utan við Ranavað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að það grjót, sem tilfellur við jarðvinnuframkvæmdirnar vegna hjúkrunarheimilisins, sem þarf að fjarlægja af staðnum og er af þeirri stærðargráðu að nothæft sé, verði notað til að varna rofi við skolphreinsivirkið og veginn að því. Einnig til að setja þrep í ána til að hækka árbotninn, þar sem þess er þörf. Haft skal samráð um þessar aðgerðir við þá sem land eiga að ánni á þessu svæði.

Samþykk samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi. (GJ)