Breyttur leyfilegur hámarkshraði

Málsnúmer 201302154

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 90. fundur - 27.02.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 21.02.2013 þar sem Sveinn Sveinsson f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir umsögn vegna áforma um að breyta og lækka leyfilegan hámarkshraða um vegamót Seyðisfjarðar- og Borgafjarðarvegar sbr. meðfylgjandi mynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd telur jákvætt að lækka hámarkshraða við þessi gatnamót og gerir því ekki athugasemd við þessi áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Erindi í tölvupósti dagsett 21.02. 2013 þar sem Sveinn Sveinsson f.h. Vegagerðarinnar óskar eftir umsögn vegna áforma um að breyta og lækka leyfilegan hámarkshraða um vegamót Seyðisfjarðar- og Borgafjarðarvegar sbr. mynd sem fylgdi erindinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefndar og telur jákvætt að lækka hámarkshraða við þessi gatnamót og gerir því ekki athugasemd við þessi áform.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.