Sala/kaup hlutabréfa í Ásgarði hf

Málsnúmer 201302011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagt fram til kynningar bréf frá Einari Rafni Haraldssyni f.h Stjórnar Ásgarðs, dagsett 15. febrúar varðandi sölu á hlutafé Fljótsdalshéraðs í Ásgarði hf. Þar kemur fram að hvorki félagið sjálft, eða aðrir hluthafar munu nýta forkaupsrétt sinn að hlutafé Fljótsdalshéraðs í Ásgarði.