Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201212021

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 27.02.2013

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, umræðu og staðfestingar frá Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fulltrúa nýsköpunar og þróunarsviðs Austurbrúar, dags.21.febrúar 2013, þar sem hún kynnir úrslit úr hönnunarsamkeppni um nafn og merki fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi. Einnig eru lögð fram drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Bæjarráð samþykkir samhljóða með handauppréttingu merki almenningasamgangna. Jafnframt mælir bæjarráð með að bæjarstjórn samþykki fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 172. fundur - 06.03.2013

Lagður fram tölvupóstur til kynningar, umræðu og staðfestingar frá Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur fulltrúa nýsköpunar og þróunarsviðs Austurbrúar, dags.21.febrúar 2013, þar sem hún kynnir úrslit úr hönnunarsamkeppni um nafn og merki fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi. Einnig eru lögð fram drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nafn og merki fyrir almenningasamgöngur á Austurlandi. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi drög að gjaldskrá Strætisvagna Austurlands.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.