- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að Árni Kristinsson verði varamaður L-lista sem fulltrúi Fljótsdalshéraðs á Landsþingi Sambands Ísl. sveitarfélaga, í stað Tjörva Hrafnkelssonar sem hefur beðist lausnar frá störfum.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Lagt fram erindi frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 14.febrúar 2013, með upplýsingum og fundardrögum vegna 27.landsþings Sambandsins sem haldið verður 15.mars 2013.
16.06 2010 kaus bæjarstjórn Gunnar Jónsson, Stefán Boga Sveinsson og Sigrúnu Blöndal sem aðalfulltrúa á Landsþing sambandsins og Sigrúnu Harðardóttur, Eyrúnu Arnardóttur og Tjörva Hrafnkelsson sem varamenn.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Árni Kristinsson verði kjörinn sem varamaður, í stað Tjörva sem hefur beðist lausnar frá störfum.
Reiknað er með að aðalmenn mæti á landsþingið, auk bæjarstjóra sem á þar seturétt sem áheyrnarfulltrúi.