Gjaldskrá vegna stuðningsfjölskyldna

Málsnúmer 201210064

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 123. fundur - 16.12.2013

Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn. Breyting á gjaldskránni miðar við hækkun launa á almennum vinnumarkaði og tekur gildi frá 1. janúar 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálanefndar á gjaldskránni sem gildir frá 1. janúar 2014.