Erindi dagsett 21. nóvember sl.frá Persónuvernd til Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs lagt fram til kynningar. Einnig er svar félagsmálastjóra til Persónuverndar, dagsett 5. desember sl. kynnt nefndinni.
Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir þjónustu stuðningsfjölskyldna fyrir fötluð börn. Breyting á gjaldskránni miðar við hækkun launa á almennum vinnumarkaði og tekur gildi frá 1. janúar 2014.
Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Ekki er um að ræða hækkun á því gjaldi sem fólk greiðir fyrir akstur. Viðmiðunartaxti FÍB sem notaður er við gerð þjónustusamninga sveitarfélagsins vegna aksturs fatlaðs fólks í dreifbýli er uppfærður skv. taxta FÍB. Hlutur sveitarfélagsins eykst úr kr. 69 í kr. 71 pr. kílómeter. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2014.
Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2014 lagt fram til umfjöllunar. Nefndin samþykkir að hækkun sem nemur vísitölu neysluverðs í desember 2013, úr kr. 144.508. fyrir einstakling á mánuði í kr. 149.725. Fyrir hjón / sambýlisfólk hækkar upphæðin úr kr. 231.212. á mánuði í kr. 239.560. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2014.