Gjaldskrá ferðaþjónustu 2014

Málsnúmer 201312003

Félagsmálanefnd - 123. fundur - 16.12.2013

Nefndin samþykkir drög að breyttri gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Ekki er um að ræða hækkun á því gjaldi sem fólk greiðir fyrir akstur. Viðmiðunartaxti FÍB sem notaður er við gerð þjónustusamninga sveitarfélagsins vegna aksturs fatlaðs fólks í dreifbýli er uppfærður skv. taxta FÍB. Hlutur sveitarfélagsins eykst úr kr. 69 í kr. 71 pr. kílómeter. Gjaldskráin tekur gildi 1. janúar 2014.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu félagsmálanefndar á gjaldskránni, sem gildir frá 1. janúar 2014.