Fundargerðir skólaráðs frá 23. október og 11. desember lágu fyrir fundinum. Elín Rán kynnti báðar fundargerðir. Rætt um atriði þar sem ekki er talið rétt með staðreyndir farið í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla t.d. hvað varðar samsetningu samkennsluhópa og fjölda stöðugilda. Fram kom að í skýrslunni er, hvað fjölda stöðugilda varðar, miðað við fjölda stöðugilda við upphaf skólaárs og að hið rétta er að samkennsluhóparnir eru 1. til 5. bekkur og 7. til 10. bekkur. Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.