Skólanefnd Hallormsstaðaskóla

23. fundur 13. desember 2013 kl. 13:00 - 16:15 í Hallormsstaðaskóla
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Jóhann Þorvarður Ingimarsson aðalmaður
  • Hallgrímur Þórhallsson aðalmaður
  • Hildur Jórunn Agnarsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Michelle Lynn Mielnik áheyrnarfulltrúi
  • Gunnþórunn Ingólfsdóttir
  • Elín Rán Björnsdóttir skólastjóri
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalfulltrúi tók þátt í fundinum.

1.Dagsetningar samræmdra könnunarprófa í 4., 7. og 10. bekk 2013

Málsnúmer 201301095

Lagt fram til kynningar.

2.Íslenskt málumhverfi í grunnskólum

Málsnúmer 201312021

Skólanefnd leggur áherslu á að héðan í frá sem hingað til verði áhersla á íslenskt máluppeldi í Hallormsstaðaskóla.

3.PISA 2012

Málsnúmer 201312023

Umræður um niðurstöður PISA 2012 - skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Starfsáætlanir Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201312045

Elín Rán kynnti fyrirliggjandi starfsáætlanir sem hafa verið lagðar fram meðal kennara og á fundi skólaráðs. Á fundi í skólaráði var bent á þá breytingu sem hefur orðið á skipan náms- og starfsráðgjafahlutverksins en nú er um aðkeypta þjónustu að ræða í stað 3% starfshlutfalls. Skólaráð lagði áherslu á að bætt væri við umfjöllun um undirbúning nemenda fyrir fyrirhugaða breytingu á skipulagi skólahalds á Hallormsstað. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi starfsáætlanir leik- og grunnskóladeildar Hallormsstaðaskóla 2013-2014.

5.Fundargerðir skólaráðs Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201312044

Fundargerðir skólaráðs frá 23. október og 11. desember lágu fyrir fundinum. Elín Rán kynnti báðar fundargerðir. Rætt um atriði þar sem ekki er talið rétt með staðreyndir farið í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla t.d. hvað varðar samsetningu samkennsluhópa og fjölda stöðugilda. Fram kom að í skýrslunni er, hvað fjölda stöðugilda varðar, miðað við fjölda stöðugilda við upphaf skólaárs og að hið rétta er að samkennsluhóparnir eru 1. til 5. bekkur og 7. til 10. bekkur. Fundargerðirnar að öðru leyti lagðar fram til kynningar.

6.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla - vísað til skólanefndar frá sveitarstjórnum

Málsnúmer 201312036

Að gefnu tilefni vill formaður skólanefndar fyrir hönd starfshóps um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla árétta að sú mynd sem dregin er upp af skólastarfi í Hallormsstaðaskóla í greinargerð starfshópsins byggir á skólaárinu 2012-2013 enda starfshópurinn skipaður á því skólaári.

Gunnþórunn Ingólfsdóttir sem sat fundinn sem oddviti Fljótsdalshrepps benti á að báðar sveitarstjórninar standa að baki þeirri ákvörðun að fela skólanefnd að vinna að einhverri útfærslu á svonefndri tillögu 2 úr skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla. Gunnþórunn benti á að í því fælist áhersla á að áfram verði skólastarf á Hallormsstað. Hún vísaði í því sambandi á bókun Fljótsdalshrepps um málið.

Formaður fór yfir það starf sem nefndinni er falið með þessu verkefni og lagði áherslu á að mikilvægt væri að það starf hefjist sem fyrst, eða strax eftir áramót.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir óskaði eftir að eftirfarandi væri bókað: Sú skýrsla sem lögð er til grundvallar ákvörðun um framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla var unnin af kjörnum fulltrúm beggja sveitarfélaga, þar á meðal fulltrúa í skólanefnd skólans. Að mínu mati torveldar það umræðu um skýrsluna. Eðlilegra hefði verið að fenginn hefði verið hlutlaus, utanaðkomandi fagmaður til að vinna skýrsluna.

Fundi slitið - kl. 16:15.