Starfsáætlanir Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201312045

Skólanefnd Hallormsstaðaskóla - 23. fundur - 13.12.2013

Elín Rán kynnti fyrirliggjandi starfsáætlanir sem hafa verið lagðar fram meðal kennara og á fundi skólaráðs. Á fundi í skólaráði var bent á þá breytingu sem hefur orðið á skipan náms- og starfsráðgjafahlutverksins en nú er um aðkeypta þjónustu að ræða í stað 3% starfshlutfalls. Skólaráð lagði áherslu á að bætt væri við umfjöllun um undirbúning nemenda fyrir fyrirhugaða breytingu á skipulagi skólahalds á Hallormsstað. Skólanefnd samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi starfsáætlanir leik- og grunnskóladeildar Hallormsstaðaskóla 2013-2014.