Fundargerð 162. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201401031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 08.01.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi lið 1, Gjaldskrármál og álagning 2014, staðfestir bæjarráð tillögur stjórnar HEF að breytingum.

Í fyrsta lagi er það gjaldskrá vatnsveitu sem er óbreytt nema að því leyti að 20% regla vegna afsláttar er aflögð og fast gjald fyrir sumarhús verður 20.900 kr.
Í öðru lagi er það gjaldskrá vegna fráveitu. Hún tekur breytingum miðað við breytingu á byggingarvísitölu, eins og ákvarðað er í gjaldskránni.
Þá verður álagningarprósenta holræsagjalds óbreytt.