Sorphirða á Fljótsdalshéraði - verkfundur

Málsnúmer 201402164

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 67. fundur - 25.02.2014

Sorphirða á Fljótsdalshéraði - verkfundur
Lögð fram fundagerð frá 10. verkfundi um sorphirðu á Fljótsdalshéraði

Umhverfis- og héraðsnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að útbúa fréttabréf um árangur sorpflokkunnar og senda til íbúa á Fljótsdalshéraði.
Að öðru leiti lagt fram til kynningar.

Samþykkt með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Á fundi umhverfis- og héraðsnefndar var lögð fram fundagerð frá 10. verkfundi um sorphirðu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar felur bæjarstjórn verkefnastjóra umhverfismála að útbúa fréttabréf um árangur sorpflokkunnar og stöðu sorpmála og senda til íbúa á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.