Samþykkt aðalfundar Hattar 2014 um að sveitarfélagið setji sér stefnu í málum íþrótta

Málsnúmer 201407093

Íþrótta- og tómstundanefnd - 2. fundur - 26.08.2014

Fyrir liggur bókun aðalfundar Hattar, haldinn 28. apríl 2014, þar sem óskað er eftir því að Fljótsdalshérað setji sér stefnu í málum íþrótta. Jafnframt kemur fram að íþróttafélagið er tilbúið að koma að þeirri vinnu með sveitarfélaginu.

Íþrótta og tómstundanefnd er sammála Hetti um mikilvægi þess að sveitarfélagið setji sér stefnu í málefnum íþrótta. Nefndin stefnir að því að taka málið upp á fyrrihluta næsta árs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.