Almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201109058

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 267. fundur - 22.09.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að stofna vinnuhóp, sem fari yfir og endurskoði fyrirkomulag almenningssamgangna og skólaaksturs í sveitarfélaginu. Framboðin tilnefni einn fulltrúa hvert og með hópnum starfi fræðslufulltrúi og verkefnisstjóri umhverfismála og atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúi að starfi hópsins. Bæjarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar um leið og tilnefningar framboðana liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að stofna vinnuhóp, sem fari yfir og endurskoði fyrirkomulag almenningssamgangna og skólaaksturs í sveitarfélaginu. Eftirtaldir eru skipaðir í hópinn sem fulltrúar framboðanna: Árni Kristinsson, Þórður Mar Þorsteinsson, Guðbjörg Björnsdóttir og Stefán Bogi Sveinsson.
Með hópnum starfi fræðslufulltrúi og verkefnisstjóri umhverfismála, ásamt atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúa. Bæjarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.