Ljósmyndaverkefni hjá Héraðsskjalasafni Austfirðinga

Málsnúmer 201409102

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 4. fundur - 22.09.2014

Vegna misskilnings við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 leggur nefndin til að ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði lagðar til kr. 750.000 með því að færa til ónýtt fjármagn af lið 13.05 yfir á lið 05.31. Óskað er eftir að þetta verði samþykkt sem viðauki.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna misskilnings við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2014 samþykkir bæjarstjórn að ljósmyndaverkefni Héraðsskjalasafns Austfirðinga verði lagðar til kr. 750.000 með því að færa til ónýtt fjármagn af lið 13-05 yfir á lið 05-31. Bæjarstjórn felur fjármálastjóra að leggja þessa breytingu fram sem viðauka við fjárhagsáætlun 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.