Gámar fyrir brotajárn

Málsnúmer 201409110

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8. fundur - 23.09.2014

Til umræðu er að fá gáma fyrir brotajárn í tengslum við tiltekt á iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni nefndarinnar að láta kanna hvort lóðarhafar í iðnaðarhverfunum muni notfæra sér gámana til að losa sig við brotajárn.

Ef vilji er fyrir þessari þjónustu er starfsmanni falið að koma söfnuninni af stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Freyr vék af fundi kl. 17:59.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Til umræðu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd var að fá gáma fyrir brotajárn í tengslum við tiltekt á iðnaðarlóðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela starfsmanni nefndarinnar að láta kanna hvort lóðarhafar í iðnaðarhverfunum muni notfæra sér gámana til að losa sig við brotajárn.
Ef vilji er fyrir þessari þjónustu er starfsmanni falið að koma söfnuninni af stað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.