Tjaldsvæðið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201409004

Atvinnu- og menningarnefnd - 4. fundur - 22.09.2014

Fyrir liggja frá Austurför ehf gögn um rekstur tjaldsvæðisins á Egilsstöðum á þessu ári. Einnig liggur fyrir ósk frá Austurför um áframhaldandi rekstur tjaldsvæðisins til a.m.k. fimm ára og tillögur að endurbótum á svæðinu. Þá voru lögð fram og kynnt gögn sem merkt voru sem trúnaðargögn og farið með þau sem slík.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að gerður verði leigusamningur við Austurför ehf, um tjaldsvæðið á Egilsstöðum, til allt að fimm ára. Nefndin felur starfsmanni að gera drög að samningi og leggja fyrir nefndina.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 204. fundur - 01.10.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að unnin verði drög að leigusamningur við Austurför ehf, um tjaldsvæðið á Egilsstöðum.
Atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa falið að gera drög að samningi og leggja fyrir atvinnu- og menningarnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.