Aðstaða fyrir hópfimleika

Málsnúmer 201411103

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 7. fundur - 14.01.2015

Fyrir liggur minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dagsett 18. nóvember 2014, um úttekt á möguleikum þess að nota kjallara fjölnotahússins í Fellabæ fyrir hópfimleika. Fram kemur í henni að aðstaðan hentar ekki fyrir slíka starfsemi.
Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála þessari niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Fyrir liggur minnisblað frá Eflu verkfræðistofu, dagsett 18. nóvember 2014, um úttekt á möguleikum þess að nota kjallara fjölnotahússins í Fellabæ fyrir hópfimleika. Fram kemur í henni að aðstaðan hentar ekki fyrir slíka starfsemi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd er sammála þessari niðurstöðu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.