Íþrótta- og tómstundanefnd

9. fundur 11. mars 2015 kl. 17:00 - 18:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Tómstunda- og forvarnamál

Málsnúmer 201503021

Á fundinn undir þessum lið mætti Adda Steina Haraldsdóttir, tómstunda- og forvarnafulltrúi. Hún fór yfir þau verkefni sem hún hefur verið að vinna að síðan hún tók við starfi tómstunda- og forvarnafulltrúa.
Henni þökkuð síðan koman og greinargóðar upplýsingar.

2.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027

Málinu frestað til næsta fundar.

3.Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum opni kl. 6:00 virka daga.

Málsnúmer 201503004

Lögð fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, um að íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum opni kl. 6.00 á morgnana.

Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála því að æskilegt er að lengja opnunartíma íþróttamiðstöðvarinnar. Kostnaður við það að opna hana kl. 6.00 á morgnana í stað 6.30 er áætlaður 6-700.000 á ári. Nefndin hyggst taka málið upp í samstarfi við forstöðumann íþróttamiðstöðvarinnar þegar líður á árið og frekar liggur fyrir með rekstrarstöðu miðstövarinnar. Málið verður jafnframt tekið upp í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Færsla á skrifstofu forstöðumanns íþróttamiðstöðvar

Málsnúmer 201503027

Fyrir liggur beiðni frá Karen Erlu Erlingsdóttur, forstöðumanni Íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, þar sem óskað er eftir að færa skrifstofu forstöðumanns á annan stað í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd gerir ekki athugasemd við það, fyrir sitt leyti, að skrifstofa forstöðumannsins sé færð í annað rými í íþróttamiðstöðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Austfjarðatröllið 2015

Málsnúmer 201502148

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Ver Magnússyni, dagsettur 23. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir styrk til að halda Austfjarðatröllið og Valkyrjur Íslands 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Austfjarðatröllið verði styrkt um kr. 50.000 enda er þá gert ráð fyrir að hluti keppninnar fari fram í sveitarfélaginu. Fjármunirnir verði teknir af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ósk um afnot af Héraðsþreki fyrir afreksiðkendur Skíðafélagsins í Stafdal

Málsnúmer 201502134

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, formanni Skíðafélgsins í Stafdal, dagsettur 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að afreksiðkendur félagsins fái gjaldfrjáls afnot af Héraðsþreki.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gerður verði sambærilegur samningur við skíðafélagið og gerður hefur verið við Hött og Þristinn.

Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota afreksfólks að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar í haust á þessu ári. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Tour de Ormurinn 2015, ósk um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu

Málsnúmer 201503031

Fyrir liggur frá Undirbúningshópi um Tour de Ormurinn, undirrituð af Hildi Bergsdóttur og Söndru Maríu Ásgeirsdóttur, beiðni um áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að hjólreiðakeppninni.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.