Ósk um afnot af Héraðsþreki fyrir afreksiðkendur Skíðafélagsins í Stafdal

Málsnúmer 201502134

Íþrótta- og tómstundanefnd - 9. fundur - 11.03.2015

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, formanni Skíðafélgsins í Stafdal, dagsettur 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að afreksiðkendur félagsins fái gjaldfrjáls afnot af Héraðsþreki.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að gerður verði sambærilegur samningur við skíðafélagið og gerður hefur verið við Hött og Þristinn.

Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota afreksfólks að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar í haust á þessu ári. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Fyrir liggur tölvupóstur frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, formanni Skíðafélagsins í Stafdal, dagsettur 20. febrúar 2015, þar sem óskað er eftir að afreksiðkendur félagsins fái gjaldfrjáls afnot af Héraðsþreki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að gerður verði sambærilegur samningur við skíðafélagið og gerður hefur verið við Hött og Þristinn.
Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota afreksfólks að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar á komandi hausti. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.