Tour de Ormurinn 2015, ósk um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu

Málsnúmer 201503031

Íþrótta- og tómstundanefnd - 9. fundur - 11.03.2015

Fyrir liggur frá Undirbúningshópi um Tour de Ormurinn, undirrituð af Hildi Bergsdóttur og Söndru Maríu Ásgeirsdóttur, beiðni um áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að hjólreiðakeppninni.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Fyrir liggur frá Undirbúningshópi um Tour de Ormurinn, undirrituð af Hildi Bergsdóttur og Söndru Maríu Ásgeirsdóttur, beiðni um áframhaldandi aðkomu sveitarfélagsins að hjólreiðakeppninni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 100.000 sem verði tekið af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.