Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

38. fundur 05. desember 2013 kl. 17:15 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Halldór B. Warén starfsmaður
  • Stefán Berg Ragnarsson aðalmaður
  • Berglind H Einarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Hlíðkvist G Kröyer aðalmaður
  • Ása Jónsdóttir aðalmaður
  • Erla Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Kristján Guðmundur Sigurðsson varamaður
  • Almar Blær Sigurjónsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Halldór Waren

1.Félagsmiðstöðvar Afrek og Nýung

Málsnúmer 201312027Vakta málsnúmer

Árni Pálson, nýráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðva Fljótsdalshéraðs, fór yfir starfsemina.
Stefán ræddi litla aðsókn í Afrek, t.d. þegar krakkar frá Brúarási kæmu þangað væru þau í miklum meirihluta. Guðmundur tók fram að stór kostur við Afrek væri íþróttasalurinn.

Eftir umræður um málið var niðurstaðan að æskilegra væri að sameina þessar félagsmiðstöðvar og nýta það fjármagn sem sparaðist til að byggja upp eina góða félagsmiðstöð og nýta líka aðra staði í eigu sveitarfélagsins ef þarf, s.s. skólana og Sláturhúsið.
Halldór spurði hvort t.d. krakkarnir sem ekki væru í Egilsstaðarskóla settu sig á móti því að t.d. Nýjung yrði byggð meira upp og fannst þeim það ekki skipta máli.

Einnig kom aðeins til umræðu að þetta væri allt eitt sveitarfélag og því væri bara gaman að allir kynntust á einum stað í stað þess að vera með tvo staði í gangi. Meiri fókus.

Árni sagði að eins og er, væri planið að reka þetta eins áfram en yrði líklega endurskoðað í mars. Þangað til væri gerð könnun á mætingu í hverri stöð fyrir sig og ákvörðun tekin í framhaldinu.

2.Önnur mál

Málsnúmer 201312028Vakta málsnúmer

Fulltrúar úr Egilsstaðaskóla gerðu grein fyrir könnun sem þau gerðu innan skólans um hvað þau ættu að taka fyrir og niðurstaðan er eftirfarandi:

1. Strætó, búið að skerða þjónustuna mikið og finnst sumum að ekki sé tillit tekið til þeirra sem nýta Strætó, t.d. um helgar osfr. Þar sem meirihluti þeirra sem nýta strætó eru ungmenni og nota hann vegna íþrótta og félagsiðkunar er spurning hvort hægt væri að skoða t.d. hvenær mesta nýtingin er með tilliti til æfinga báðu megin við fljótið. Tölur hljóta að vera hjá t.d. íþróttafélögum um hve margir eru á hverjum tíma. Fá síðan þá sem nýta strætó til að búa til áætlun ásamt þeim sem hafa með skipulags- og pengingavaldið að gera.

2. Skate park. Umræðan um betri skatepark er fundarritara ekk ókunn. Það eru 3 ágætir rampar sem staðsettir hafa verið við Sláturhúsið. Þeir sem stunda brettaíþróttir hafa viljað bæta við hana aðstöðuna, búa til betra undirlag osfr.

Starfsmaður ungmennaráðs hefur bent brettaiðkendum á að sækja um styrki ofl sem eru í boði fyrir ungt fólk til að framkvæma og bæta við búnaði. Eitt árið var látið færa rampana inn en enginn kom til að hjálpa til við að setja undirlag ofl þó svo að Húsasmiðjan hafi verið klár að leggja til efni.

Frumkvæðið og framkvæmdin verður að koma frá þeim sem nýta aðstöðuna, sveitarfélagið og Sláturhúsið er tilbúið að styðja framkvæmdir osfr en það virðist vanta pínu upp á frumkvæði brettafólks. Vonum að það komi með tíð og tíma.

3. Sundlaugin
Aðstaðan, fleiri rennibrautir, gufubað, útiklefar. Óskað er eftir svörum við því hvort sundlaugin er á einhverri uppfærsluáætlun.Næstu fundur reiknast til að vera fimmtudaginn 9. janúar.

Fundi slitið - kl. 18:00.