Samningur vegna flugslysaæfingar

Málsnúmer 201409022

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 265. fundur - 08.09.2014

Lögð fram drög að samstarfssamningi um flugslysaæfingu á Egilsstaðaflugvelli sem haldin verður 20.september 2014.

Bæjarráð samþykkir að leggja til þá aðstöðu og búnað sem bæjarstjóri kynnti og fram kom í viðræðum hans við Óskar Bjartmars lögreglustjóra. Kostnaður færist á liðinn almannavarnir.
Bæjarstjóra falið að undirrita samning um verkefnið.