N4 - Erindi vegna dreifikerfis

Málsnúmer 201408111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 263. fundur - 25.08.2014

Haddur Áskelsson umsjónarmaður tölvumála mætti á fundinn til að upplýsa fundarmenn um stöðu mála.

Fram kemur í erindi bréfritara og umkvörtunum íbúa í dreifbýli á Fljótsdalshéraði, að útsendingar N4 sjónvarpsstöðvarinnar nást ekki til sveita.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita upplýsinga um hvað veldur því að þessar útsendingar nást ekki á umræddu svæði og leita lausna í málinu.