Beiðni um samstarf í innheimtu

Málsnúmer 201402063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Lagt fram erindi frá Inkasso ehf., dagsett 31. janúar 2014 með beiðni um samstarf við innheimtu. Einnig kynnt sambærilegt óformlegt erindi, sem ítrekað var símleiðis, frá Momentum. Fram kom einnig að Motus hefur óskað eftir að kynna drög að endurskoðuðum samstarfssamningi.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti málið frekar.

Málið að öðru leyti í vinnslu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 251. fundur - 12.03.2014

Fjármálastjóri kynnti málið. Núverandi samningur við Mótus gildir til febrúar 2015. Einnig liggja fyrir tilboð og fyrirspurnir frá öðrum innheimtuaðilum svo sem Momentum og Inkasso.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð er mjög sátt við samstarfið við Mótus og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins með áframhaldandi samstarf í huga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 193. fundur - 19.03.2014

Fram kom að núverandi samningur við Motus gildir til febrúar 2015. Einnig að fyrir liggja tilboð og fyrirspurnir frá öðrum innheimtuaðilum svo sem Momentum og Inkasso.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er mjög sátt við samstarfið við Motus og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins með áframhaldandi samstarf í huga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.