Beiðni um að kaupa hlut úr landi Grafar.

Málsnúmer 201402089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 250. fundur - 26.02.2014

Lagt fram erindi frá Dos Samsteypunni ehf. dagsett 11. febrúar 2014, með beiðni um viðræður um hugsanleg kaup á hluta af landi Grafar í Eiðaþinghá.

Bæjarráð samþykkir að fela fulltrúum sveitarfélagsins í vinnuhópi um nýtingu Grafarlands, sem skipaður var snemma á síðasta ári, að ræða við bréfritara og fara betur yfir erindi hans. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að fulltrúarnir geri tillögur um framhald málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.