Málefni kirkjugarða

Málsnúmer 201402104

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Til umræðu er tilfærsa fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt fjármálastjóra að gera drög að viðauka við fjárhagsáætlun sem tekur á málefnum kirkjugarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar var til umræðu tilfærsla fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela framkvæmda- og þjónustufulltrúa ásamt fjármálastjóra að gera drög að viðauka við fjárhagsáætlun sem tekur á málefnum kirkjugarða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Til umræðu er tilfærsa fjármagns milli málaflokka.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Þar sem ekki er sérstök fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014 á lið 11-24, Kirkjugarðar, þá leggur skipulags- og mannvirkjanefnd til við bæjarstjórn að fjárfestingaráætlun 2014 verði lækkuð um 3 milljónir kr. en liður 11-24 fái samsvarandi fjármagn á rekstarliðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Þar sem ekki er sérstök fjárhæð í fjárhagsáætlun 2014 á lið 11-24, Kirkjugarðar, samþykkir bæjarstjórn tillögu skipulags- og mannvirkjanefnd um að fjárfestingaráætlun 2014 verði lækkuð um 3 milljónir kr. en liður 11-24 fái samsvarandi fjármagn á rekstarliðinn. Sjá einnig lið 2.3 í þessari fundargerð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.