Gunnar Sigbjörnsson formaður atvinnumálanefndar og Páll Sigvaldason formaður menningar- og íþróttanefndar kynntu starfsáætlanir sinna nefnda fyrir bæjarstjórn. Eftirtaldir tóku til máls undir þessum lið. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Karl Lauritzson og Páll Sigvaldason.
Að lokinni kynningu formannanna og umræðum um starfsáætlanir nefndanna var eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir framlagðar starfsáætlanir atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar fyrir árið 2014.
Hafsteinn Jónasson formaður skipulags- og mannvirkjanefndar mætti á fund bæjarstjórnar og kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2014.
Að lokinni kynningu Hafsteins tóku eftirtaldir til máls og báru fram spurningar, eða ræddu einstök verkefni: Páll Sigvaldason, Árni Kristinsson, Sigrún Blöndal og Karl Lauritzson. Að lokum svaraði Hafsteinn spurningum fundarmanna og ræddi frekar ýmsar framkvæmdir sem eru á áætluninni. Honum var svo þökkuð kynningin og veittar upplýsingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að fresta endanlegri afgreiðslu áætlunarinnar þangað til hún hefur verið formlega staðfest á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
Á fundinn mættu Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður fræðslunefndar og Esther Kjartansdóttir formaður umhverfis- og héraðsnefndar og kynntu starfsáætlanir sinna nefnda fyrir árið 2014.
Eftirtaldir tóku til máls um starfsáætlanirnar í þessari röð. Sigrún Blöndal, Karl Lauritzson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Gunnar Jónsson, Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Karl Lauritzson og Esther Kjartansdóttir.
Að lokinni kynningu og umfjöllun um áætlanirnar voru formönnum færðar þakkir fyrir kynningarnar og veitt svör við fyrirspurnum. Starfsáætlanirnar svo bornar upp og staðfestar.
Eftirtaldir tóku til máls undir þessum lið. Ragnhildur Rós Indriðadóttir, Stefán Bogi Sveinsson,
Gunnar Sigbjörnsson, Björn Ingimarsson, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson, Björn Ingimarsson, Karl Lauritzson og Páll Sigvaldason.
Að lokinni kynningu formannanna og umræðum um starfsáætlanir nefndanna var eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar starfsáætlanir atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar fyrir árið 2014.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.