Verkefni sem heyra undir skipulagsmál

Málsnúmer 201401243

Vakta málsnúmer

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Fyrir liggur samantekt úr 2. fundi vinnuhóps um þjónustusamfélagið frá 10.12.2013, á verkefnum sem taka þarf til umfjöllunar við endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins svo og gerð annarra skipulaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að við vinnslu á endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins á Egilsstöðum svo og gerð annarra skipulaga, verði tekið fullt tillit til meðfylgjandi samantektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Fyrir liggur samantekt úr 2. fundi vinnuhóps um þjónustusamfélagið frá 10.12. 2013, á verkefnum sem taka þarf til umfjöllunar við endurskoðun á deiliskipulagi miðbæjarins svo og gerð annarra skipulaga.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að við vinnslu á endurskoðun deiliskipulags Miðbæjarins á Egilsstöðum svo og gerð annarra skipulaga, verði tekið fullt tillit til meðfylgjandi samantektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.