Málefni björgunarsveita

Málsnúmer 201402047

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Bæjarráð samþykkir að koma til móts við beiðni Björgunarsveitarinnar vegna niðurgreiðslu á tímum í þrek og sund fyrir virka félaga í sveitinni. Um verði að ræða tvo tíma á viku, líkt og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins og mæting verði skráð á fyrirfram gerðan lista frá Björgunarsveitinni.
Kostnaður verði færður á lið 07-41 sem er kostnaður við almannavarnir.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að koma til móts við beiðni Björgunarsveitarinnar vegna niðurgreiðslu á tímum í þrek og sund fyrir virka félaga í sveitinni. Um verði að ræða tvo tíma á viku, líkt og hjá starfsmönnum sveitarfélagsins og mæting verði skráð á fyrirfram gerðan lista frá Björgunarsveitinni.
Kostnaður verði færður á lið 07-41 sem er kostnaður við almannavarnir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.