Fundur með fulltrúum Vegagerðarinnar, 31. janúar. 2014

Málsnúmer 201402056

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 249. fundur - 12.02.2014

Farið yfir umræður og málefni frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði sem haldinn var 31. janúar sl. og nokkrir fulltrúar bæjarráðs, nefnda og starfsmanna Fljótsdalshéraðs sátu.

Bæjarráð leggur til að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verið tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtenginga við Norðfjarðarveg. Jafnframt verið gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða til fundar um útskot og áningarstaði við vegi innan sveitarfélagsins.

Varðandi gerð göngustígs meðfram hitaveitulögn við þjóðveg 1 í Fellabæ að Lagarfljótsbrú, samþykkir bæjarráð að fela bæjarstjóra i samstarfi við hitaveitustjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar um 50% kostnaðarþátttöku í gerð hans, samkvæmt reglum þar um.

Bæjarráði er brugðið við þær upplýsingar að ástand Lagarfljótsbrúar sé svo lélegt að Vegagerðin treystir sér ekki til að framkvæma á henni lágmarks viðhald og að hún sé ekki talin bera breikkun göngustígs.
Með ólíkindum hlýtur því að teljast að gerð nýrrar Lagarfljótsbrúar hafi verið tekin út úr nýrri samgönguáætlun, en áður var áformað að framkvæmdum við hana væri lokið árið 2011.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Á fundi bæjarráðs var farið yfir umræður og málefni frá fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar á Reyðarfirði sem haldinn var 31. janúar sl. og nokkrir fulltrúar bæjarráðs, nefnda og starfsmanna Fljótsdalshéraðs sátu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verið tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtenginga við Norðfjarðarveg. Jafnframt verið gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi gerð göngustígs meðfram hitaveitulögn við þjóðveg 1 í Fellabæ að Lagarfljótsbrú, samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra í samstarfi við hitaveitustjóra að ganga frá umsókn til Vegagerðarinnar um 50% kostnaðarþátttöku í gerð hans, samkvæmt reglum þar um.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Líkt og bæjarráði er bæjarstjórn brugðið við þær upplýsingar að ástand Lagarfljótsbrúar sé svo lélegt að Vegagerðin treystir sér ekki til að framkvæma á henni lágmarks viðhald og að hún sé ekki talin bera breikkun göngustígs.
Með ólíkindum hlýtur því að teljast að gerð nýrrar Lagarfljótsbrúar hafi verið tekin út úr nýrri samgönguáætlun, en samkvæmt fyrri samgönguáætlunum átti byggingu nýrrar brúar að vera lokið. Bæjarstjórn hvetur því samgönguyfirvöld til að huga sem fyrst að byggingu nýrrar brúar yfir Lagarfljót við Hlaðir og tryggja með því mögulega þungaflutninga um þjóðveg 1, Norðurlandsveg.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn óskar eftir því við vegamálastjóra að hann komi til fundar við bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs til að fara frekar yfir þjónustu og framkvæmdir Vegagerðarinnar á svæðinu svo sem vetrarþjónustu viðhald vega og mannvirkja og nýframkvæmdir svo sem byggingu nýrrar Lagarfljóstsbrúar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 252. fundur - 26.03.2014

Farið yfir fundi með fulltrúum Vegagerðar sem haldinn var 19. mars sl.
Bæjarráð leggur áherslu á að tækjabúnaður Vegagerðarinnar á Austurlandi verði uppfærður þanni að hægt verði að sinna snjómokstri með viðunandi árangri. Jafnframt verði fjárveitingar vegna almenns viðhalds og snjómoksturs á Austurlandi auknar verulega.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 194. fundur - 02.04.2014

Í bæjarráði var farið yfir fundi með fulltrúum Vegagerðar sem haldinn var 19. mars sl.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur áherslu á að tækjabúnaður Vegagerðarinnar á Austurlandi verði uppfærður þannig að hægt verði að sinna snjómokstri með viðunandi árangri. Jafnframt verði fjárveitingar vegna almenns viðhalds og snjómoksturs á Austurlandi auknar verulega.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.