Innkaupareglur Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201402106

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Endurskoðun á innkaupareglum Fljótsdalshéraðs og viðmiðunartölum í þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu innkauparáðs og bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að viðmiðunartölum verði breytt, ásamt nokkrum minniháttar breytingum á texta, sbr. fyrirliggjandi drög að innkaupareglum. Einnig að vísitölutenging fjárhæða taki framvegis mið af neysluverðsvísitölu í stað byggingarvísitölu, eins og nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.