Reiðvegur Úlfsstaðir - Gilsárbrú

Málsnúmer 201402067

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 110. fundur - 12.02.2014

Erindi dagsett 6.2.2014 þar sem Stefán Sveinsson kt.170362-3819, fulltrúi Austurlands í samgöngunefnd Landssambands Hestamanna, óskar eftir að sveitarstjórn samþykki lagningu reiðvegar meðfram þjóðvegi 1 frá Úlfsstöðum inn að Gilsárbrú, fyrir innan Grófargerði, samkvæmt meðfylgjani uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir legu fyrirhugaðs reiðvegar. Að öðru leyti vísar nefndin málinu til endurskoðunar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, ef tekin verður ákvörðun um endurskoðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 191. fundur - 19.02.2014

Erindi dagsett 6.2.2014 þar sem Stefán Sveinsson kt.170362-3819, fulltrúi Austurlands í samgöngunefnd Landssambands Hestamanna, óskar eftir að sveitarstjórn samþykki lagningu reiðvegar meðfram þjóðvegi 1 frá Úlfsstöðum inn að Gilsárbrú, fyrir innan Grófargerði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn legu fyrirhugaðs reiðvegar. Að öðru leyti vísar nefndin málinu til endurskoðunar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, ef tekin verður ákvörðun um endurskoðun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.