Bifreiðastæði fyrir stærri bíla

Málsnúmer 201402149

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2.2014 þar sem Hjalti Bergmar Axelsson, lögreglunni á Egilsstöðum bendir á nauðsyn þess að gerð verði bílastæði fyrir stóra bíla, en þessir bílar eru að leggja á stöðum, sem bannað er að leggja á samkvæmt lögreglusamþykktinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd þakkar bréfritara ábendinguna. Nefndin bendir á að í V. kafla í Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr. 512/2010 er kveðið á um að almenningsbílastæði séu ætluð hópbifreiðum, vörubifreiðum og öðrum ökutækjum eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Erindi í tölvupósti dagsett 20.2. 2014 þar sem Hjalti Bergmar Axelsson, lögreglunni á Egilsstöðum bendir á nauðsyn þess að gerð verði bílastæði fyrir stóra bíla, en þessir bílar eru að leggja á stöðum, sem bannað er að leggja á samkvæmt lögreglusamþykktinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með skipulags- og mannvirkjanefnd og þakkar bréfritara ábendinguna. Bent er á að í V. kafla í Auglýsingu um umferð á Fljótsdalshéraði nr. 512/2010 er kveðið á um að almenningsbílastæði séu ætluð hópbifreiðum, vörubifreiðum og öðrum ökutækjum eftir atvikum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.