Selbrekka II, breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 201402154

Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljótsdalshéraðs - 111. fundur - 26.02.2014

Bæjarráð leggur til að deiliskiulag efri Selbrekkuhverfis verði tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtengingar við Norðfjarðarveg. Jafnframt verði gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Skipulags- og mannvirkjanefnd samþykkir að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að undirbúa endurskoðun á deiliskipulaginu fyrir Selbrekku.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 192. fundur - 05.03.2014

Á fundi bæjarráðs nýlega var lagt til að deiliskipulag efri Selbrekkuhverfis verði tekið til endurskoðunar með tilliti til vegtengingar við Norðfjarðarveg. Jafnframt verði gildandi hraðatakmarkanir á Norðfjarðarvegi á þessu svæði teknar til athugunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags-og byggingarfulltrúa að undirbúa endurskoðun á deiliskipulaginu fyrir Selbrekku.
Bæjarstjórn minnir einnig á endurskoðun á ákvæði í deiliskipulagi Selbrekku um atvinnustarfsemi í íbúðahverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.