Beiðni um leyfi fyrir þjónustuhúsi á Fellavelli

Málsnúmer 201505129

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 25. fundur - 27.05.2015

Erindi móttekið 09.05.2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp lítið þjónustuhús við Fellavöll. Stærð hússins er u.m.þ.b. 6,5x2,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við að komið verði upp geymsluskúr við Fellavöll samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Nefndin felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út leyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 218. fundur - 03.06.2015

Erindi móttekið 09.05. 2015 þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp lítið þjónustuhús við Fellavöll. Stærð hússins er u.m.þ.b. 6,5x2,5 m.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við að komið verði upp geymsluskúr við Fellavöll samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd.
Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að gefa út leyfið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.