Beiðni um að taka landspildu í fóstur

Málsnúmer 201506127

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Erindi dagsett 16.06.2015 þar sem Eyþór Hannesson kt.280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt.150659-2569 óska eftir að taka landspildu í fóstur við austurhlið lóðar sinnar að Árskógum 20, Egilstöðum. Með fylgir loftmynd af fyrirhugaðri spildu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að landspildan verði tekin í fóstur. Nefndin áskilur sér rétt til að taka landið eða hluta þess til baka ef sveitarfélagið telur þörf á. Skipulag og umhirða svæðisins verði gerð í samráði við umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Erindi dagsett 16.06. 2015 þar sem Eyþór Hannesson kt. 280655-0079 og Alda Ósk Jónsdóttir kt. 150659-2569 óska eftir að taka landspildu í fóstur við austurhlið lóðar sinnar að Árskógum 20, Egilstöðum. Með fylgir loftmynd af fyrirhugaðri spildu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að landspildan verði tekin í fóstur. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til að taka landið eða hluta þess til baka ef sveitarfélagið telur þörf á án þess að greiðsla komi fyrir. Skipulag og umhirða svæðisins verði gerð í samráði við umhverfissvið Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.