Sumarleyfi bæjarstjórnar

Málsnúmer 201406111

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 200. fundur - 01.07.2014

Sumarleyfi bæjarstjórnar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar hefst að afloknum fundi hennar 1. júlí og að fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður miðvikudaginn 20. ágúst. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að sumarleyfi bæjarstjórnar 2015 hefjist að loknum fundi hennar 1. júlí og að fyrsti fundur hennar eftir sumarleyfi verði miðvikudaginn 19. ágúst.
Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.