Brú við Klaustursel

Málsnúmer 201506139

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 27. fundur - 24.06.2015

Til umræðu er flutningur á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Klaustursel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að kannað verði með framtíðarnot fyrir brúna.

Nefndin samþykkir að kalla eftir hugmyndum á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs um not brúarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Til umræðu er flutningur á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Klaustursel.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að kannað verði með framtíðarnot fyrir brúna í sveitarfélaginu.
Bæjarstjórn samþykkir að kalla eftir hugmyndum á vefsvæðinu Betra Fljótsdalshéraðs um mögulega nýtingu brúarinnar í framtíðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.