Formaður kynnti erindið sem varðar framtíðarsýn hvað varðar framkvæmd símenntunar fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Rætt um að skipaður verði starfshópur með fulltrúum leik- og grunnskóla sem með fræðslufulltrúa undirbúi sameiginlega símenntunardaga fyrir starfsfólk skólanna. Fræðslunefnd fer þess á leit að sí- og endurmenntun starfsfólks leik- og grunnskóla verði rædd á fundi skólastjórnenda beggja skólastiga og skilað verði tillögum til nefndarinnar um framtíðarskipan málsins.
Fræðslufulltrúi kynnti erindið og vísaði til námskeiða sem haldin hafa verið um skyldur skólanna hvað varðar meðferð og skil á gögnum til Héraðsskjalasafns. Fræðslunefnd fer þess á leit að fundir skólastjórnenda fjalli um málið og geri tillögu um næstu skref.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að komið verði til móts við beiðni um skólaakstur tveggja grunnskólanemenda frá Refsmýri í Fellum í Egilsstaðaskóla á morgnana til loka skólaársins 2014-2015 enda liggur fyrir skv. fyrirliggjandi gögnum að um sérstakar aðstæður er að ræða. Þar sem flóknara er að samþætta akstur heim síðdegis sér nefndin sér ekki fært að leysa þann þátt með skólaakstri en vísar til almenningssamgangna þar sem það getur átt við. Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá (GI).
6.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum