Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

211. fundur 13. janúar 2015 kl. 17:00 - 19:25 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Aníta Pétursdóttir sátu fundinn undir liðum 1-5 og áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1-4.

1.Samningur um skólaskrifstofu Austurlands og hlutverk hennar varðandi málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 201211118Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirliggjandi drög og ákveðið að afgreiða umsögn nefndarinnar á næsta fundi.

2.Símenntun/fræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201501056Vakta málsnúmer

Formaður kynnti erindið sem varðar framtíðarsýn hvað varðar framkvæmd símenntunar fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Rætt um að skipaður verði starfshópur með fulltrúum leik- og grunnskóla sem með fræðslufulltrúa undirbúi sameiginlega símenntunardaga fyrir starfsfólk skólanna. Fræðslunefnd fer þess á leit að sí- og endurmenntun starfsfólks leik- og grunnskóla verði rædd á fundi skólastjórnenda beggja skólastiga og skilað verði tillögum til nefndarinnar um framtíðarskipan málsins.

3.Skjalavarsla í leik- og grunnskólum

Málsnúmer 201501053Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnti erindið og vísaði til námskeiða sem haldin hafa verið um skyldur skólanna hvað varðar meðferð og skil á gögnum til Héraðsskjalasafns. Fræðslunefnd fer þess á leit að fundir skólastjórnenda fjalli um málið og geri tillögu um næstu skref.

4.Námskeið fyrir skólanefndir

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Fulltrúar í fræðslunefnd munu sitja námskeiðið.

5.Skólaakstur - umsókn

Málsnúmer 201501052Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að komið verði til móts við beiðni um skólaakstur tveggja grunnskólanemenda frá Refsmýri í Fellum í Egilsstaðaskóla á morgnana til loka skólaársins 2014-2015 enda liggur fyrir skv. fyrirliggjandi gögnum að um sérstakar aðstæður er að ræða. Þar sem flóknara er að samþætta akstur heim síðdegis sér nefndin sér ekki fært að leysa þann þátt með skólaakstri en vísar til almenningssamgangna þar sem það getur átt við. Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá (GI).

6.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

Málsnúmer 201501057Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar - málið verður unnið áfram af nefndinni.

7.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:25.