Símenntun/fræðsla fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201501056

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 13.01.2015

Formaður kynnti erindið sem varðar framtíðarsýn hvað varðar framkvæmd símenntunar fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla. Rætt um að skipaður verði starfshópur með fulltrúum leik- og grunnskóla sem með fræðslufulltrúa undirbúi sameiginlega símenntunardaga fyrir starfsfólk skólanna. Fræðslunefnd fer þess á leit að sí- og endurmenntun starfsfólks leik- og grunnskóla verði rædd á fundi skólastjórnenda beggja skólastiga og skilað verði tillögum til nefndarinnar um framtíðarskipan málsins.