Skólaakstur - umsókn

Málsnúmer 201501052

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 13.01.2015

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að komið verði til móts við beiðni um skólaakstur tveggja grunnskólanemenda frá Refsmýri í Fellum í Egilsstaðaskóla á morgnana til loka skólaársins 2014-2015 enda liggur fyrir skv. fyrirliggjandi gögnum að um sérstakar aðstæður er að ræða. Þar sem flóknara er að samþætta akstur heim síðdegis sér nefndin sér ekki fært að leysa þann þátt með skólaakstri en vísar til almenningssamgangna þar sem það getur átt við. Samþykkt með 4 atkvæðum, einn sat hjá (GI).

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 209. fundur - 21.01.2015

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu fh. B-listans.

"Bæjarstjórn samþykkir fram komna beiðni um skólaakstur tveggja grunnskólanemenda frá Refsmýri í Fellum í Egilsstaðaskóla til loka skólaársins 2014-2015, enda er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum um sérstakar aðstæður að ræða. Fræðslufulltrúa er falið að semja við forráðamenn nemendanna um framkvæmd skólaakstursins."

Tillagan borin upp til atkvæða.
3 greiddu tillögunni atkvæði (SBS, GI og PS) 4 greiddu atkvæði á móti (S.Bl. AA. GSK og ÞÞ ) og tveir sátu hjá (GJ og RRI) Tillagan því felld.


Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar á umsókninni.

Samþykkt með 7 atkv. en 2 sátu hjá (G.J. og RRI)
Gunnar Jónsson gerð grein fyrir atkvæði sínu:

Stefán Bogi Sveinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bæjarfulltrúar B-lista lögðu fram tillögu um að koma frekar til móts við fram komna beiðni um skólaakstur en gert er með þessari tillögu. Þar sem sú tillaga var felld greiðum við þessari tillögu þó atkvæði okkar þar sem betra er að koma að einhverju leyti til móts við erindið en alls ekki."