Barnaverndatilkynningar árið 2014

Málsnúmer 201501241

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 132. fundur - 28.01.2015

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga árið 2014. Á árinu bárust Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 95 tilkynningar vegna 84 barna. 55 tilkynningar bárust vegna ofbeldis gegn barni, 24 vegna áhættuhegðunar barns, 14 vegna vanrækslu barns, ein tilkynning vegna ófædds barns. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2013 bárust alls 60 barnaverndartilkynningar til nefndarinnar. Fjölgun tilkynninga á milli ára nemur rúmlega 58 %.