Félagsmálanefnd

132. fundur 28. janúar 2015 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
  • Sigrún Halldóra Arngrímsdóttir
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Barnaverndatilkynningar árið 2014

Málsnúmer 201501241Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga árið 2014. Á árinu bárust Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs 95 tilkynningar vegna 84 barna. 55 tilkynningar bárust vegna ofbeldis gegn barni, 24 vegna áhættuhegðunar barns, 14 vegna vanrækslu barns, ein tilkynning vegna ófædds barns. Til samanburðar má geta þess að á árinu 2013 bárust alls 60 barnaverndartilkynningar til nefndarinnar. Fjölgun tilkynninga á milli ára nemur rúmlega 58 %.

2.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð 2014

Málsnúmer 201501213Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2013. Þar kemur fram að á Fljótsdalshéraði nam upphæð fjárhagsaðstoðar alls kr. 8.251.728. Fjárhagsaðstoð hjá Seyðisfjarðarkaupstað nam alls kr. 4.485.443., hjá Vopnafjarðarhreppi kr. 1.056.207., Djúpavogshreppi kr. 599.005. Engin fjárhagsaðstoð var veitt á Borgarfirði eystri, né í Fljótsdalshreppi árið 2014. Í þessu sambandi ræddi nefndin mikilvægi þess að einstaklingar skrái lögheimili sín þar sem þeir hafa búsetu.

3.Yfirlit yfir laun árið 2014

Málsnúmer 201501219Vakta málsnúmer

Yfirlit yfir laun og launatengd gjöld félagsþjónustunnar árið 2014 lagt fram til kynningar.

4.Yfirlit rekstraráætlun ársins 2014

Málsnúmer 201501214Vakta málsnúmer

Staða rekstraráætlunar félagsþjónustunnar fyrir árið 2014 lögð fram til kynningar. Endanlegt uppgjör áætlunarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem frávik frá áætluninni verði innan við 1 %.

5.Reglur um sérsakar húsaleigubætur 2015

Málsnúmer 201501242Vakta málsnúmer

Drög að uppfærðum reglum um sérstakar húsaleigubætur lagðar fram og samþykktar. Einnig eru samþykkt drög að endurbættu umsóknareyðublaði fyrir sérstakar húsaleigubætur.

Fundi slitið - kl. 14:30.