Rafræn skilríki

Málsnúmer 201501212

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 281. fundur - 26.01.2015

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið og fylgdi málinu úr hlaði.
Að lokinni yfirferð yfir málið samþykkti bæjarráð að taka upp Íslykil/rafræn skilríki og verður kostnaðurinn færður á bókhaldslykilinn 21-41 rafræna stjórnsýslu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 210. fundur - 04.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að taka upp Íslykil/rafræn skilríki og verður kostnaðurinn færður á bókhaldslykilinn 21-41 rafræna stjórnsýslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.