Lagt fram og rætt erindi frá forsvarsmönnum Leikfélags Fljótsdalshéraðs, dags. 17. jan. 2015 varðandi aðstöðu fyrir leikfélagið til æfinga, geymslu og leikmyndagerðar. Bæjarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn leikfélagsins til að reyna að finna lausn á málinu og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.
Lagt fram og rætt erindi frá forsvarsmönnum Leikfélags Fljótsdalshéraðs, dags. 17. jan. 2015 varðandi aðstöðu fyrir leikfélagið til æfinga, geymslu og leikmyndagerðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn leikfélagsins til að reyna að finna lausn á málinu og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.
Fyrir liggja drög á samningi milli Fljótsdalshéraðs annars vegar og hins vegar Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum um afnot af húsnæði fyrir leikfélögin að Smiðjuseli 2.
Atvinnu og menningarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.
Fyrir liggja drög á samningi milli Fljótsdalshéraðs annars vegar og hins vegar Leikfélags Fljótsdalshéraðs og Leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum um afnot af húsnæði fyrir leikfélögin að Smiðjuseli 2.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn samningsdrögin og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn leikfélagsins til að reyna að finna lausn á málinu og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.